14.5.2018

Kælitækni CO2 kerfi - námskeið

Á námskeiðinu er farið í gegnum bæði fræðilega og verklega hlið á hönnun og rekstri kælikerfa framtíðarinnar með CO2 sem kælimiðil. Þetta námskeið veitir þér grunnþekkingu í hönnun, gangsetningu, rekstri og viðhaldi kælikerfa sem nota CO2 sem kælimiðil. Fræðilega kennslan er staðfest með verklegum æfingum þar sem þátttakendur fá að breyta innstillingum á CO2 æfingarkælikerfunum og sjá þau áhrif sem það hefur. Einnig er sýnt hvernig á að fylla og tæma kælikerfi með CO2 kælimiðli og bent á mismuninn samanborið við þekktari kælimiðla.

Þátttakendur fá grunnþekkingu í hönnun, gangsetningu, rekstri og viðhaldi kælikerfa sem nota CO2 sem kælimiðil. Námskeiðið veitir einnig hagnýta innsýn í mismunandi tegundir CO2 kælikerfa og farið í gegnum virkni þeirra. CO2 er áhugaverður kælimiðill. Hann er hvorki eldfimur né eitraður og hefur mjög góða nýtni, sérstaklega á norðlægum slóðum. Í takt við tækniþróun og vaxandi umhverfissjónarmið eykst notkun á kerfum með CO2 sem kælimiðil hröðum skrefum.

Nánar um námskeiðið hér