Viðburðir 05 2018

Logo VM með texta

þriðjudagur, 29. maí 2018

LAUNAHÆKKUN

Þann 1. maí 2018 hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 3%. Þetta þýðir að laun sem greidd eru út eftirá koma til með að hækka í útborgun sem framkvæmd er um þessi mánaðarmót (maí/júní). Við hvetjum félagsmenn eindregið til þess að fylgjast með því að laun hækki og að öll laun hækki sem þessu nemur.

Netborði-mynd 2206x1494.jpg

miðvikudagur, 16. maí 2018

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Skráðu þig á www.bjargibudafelag.is Skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.

HPIM1250.jpg

mánudagur, 14. maí 2018

Kælitækni CO2 kerfi - námskeið

Á námskeiðinu er farið í gegnum bæði fræðilega og verklega hlið á hönnun og rekstri kælikerfa framtíðarinnar með CO2 sem kælimiðil. Þetta námskeið veitir þér grunnþekkingu í hönnun, gangsetningu, rekstri og viðhaldi kælikerfa sem nota CO2 sem kælimiðil.