5.2.2018

Kjarakönnun VM 2017

Kjarakönnun VM meðal félagsmanna sem starfa í landi er komin á heimasíðu félagsins. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annaðist könnunina. Eins og í fyrri könnunum var spurt um laun í september auk atriða er varða menntun og starfssvið. Undanfarin tvö ár hafa svo bæst við spurningar um viðhorf þátttakanda s.s. um hve lengi þeir sjá fyrir sér að starfa í starfsgreininni og um ánægju með laun. Þátttaka í könnuninni var með minna móti, þar sem tæplega 530 félagsmenn tóku þátt.

Helstu niðurstöður eru að meðaltal heildargreiðslna allra þátttakenda hækka um tæp 4,3% þó meðal vinustundafjöldi á viku lækkar úr 46 stundum á viku í 44, eða 8,6 klukkustundir. Meðal tímalaun safnsins hækka úr 2.599 í 2.813 eða um 8,2%.

Kjarakönnunina er hægt að skoða hér