19.1.2018

„Áhyggjulaust ævikvöld“ er markmið en ekki draumsýn

  • Hvers vegna ekki að leita ráða hjá Alþjóðabankanum við umbætur í lífeyrissjóðakerfinu?
  • Ólafur Sigurðsson kallar eftir skýrari sýn í lífeyrissjóða(stjórn)málum
  • Málþing um úrbætur í lífeyriskerfinu 1. febrúar 2018. (Dagskrá málþingsins)

„Íslenska lífeyrissjóðakerfið er í höfuðatriðum gott og horft er til þess sem fyrirmyndar víðs vegar að í heiminum. Það nýtur hins vegar hvorki sannmælis né verðskuldaðs trausts í samfélagsumræðunni af ýmsum ólíkum ástæðum. Ég velti því mjög fyrir mér í seinni tíð hvernig hægt sé að skapa vettvang eða síkvikt ferli fyrir rökræður og umbætur í lífeyriskerfinu þannig að heildarmynd þess sé sem skýrust og mörk og samspil einstakra þátta kerfisins sömuleiðis.

Markmið lífeyrissjóðakerfisins á einfaldlega að vera að tryggja sjóðfélögum viðunandi lífeyri við starfslok, áhyggjulaust ævikvöld með öðrum orðum. Þetta á að vera leiðarljós við umbætur í kerfinu og ég varpa því nú fram að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðabankann um að meta kosti íslenska kerfisins og galla og spá í hvaða leiðir við höfum til að breyta því til batnaðar sem bæta þarf.“

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir þessar vangaveltur sínar hafa skapast og skýrst í framhaldi af ýmsum ummælum og fullyrðingum frambjóðenda í kosningabaráttunni fyrr í vetur og blaðaskrifum um lífeyrissjóðamál.

Hér er hægt að lesa alla greinina á Lifeyrismál.is