18.9.2017

Að auka vinnugetu og þátttöku á vinnumarkaði

Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs skrifaði grein um „Að auka vinnugetu og þátttöku á vinnumarkaði“.

Vinnan er einstaklingum yfirleitt mikilvæg. Það skiptir okkur máli að geta séð okkur farborða og verið fjárhagslega sjálfstæð. Vinnan mótar einnig félagslega stöðu og félagsþroska okkar með því að veita tækifæri til að mynda fjölbreytt félagsleg tengsl og takast á við nýjar áskoranir í samskiptum við annað fólk. Vinnan getur jafnframt verið vettvangur sköpunar og athafna, mótað framkomu og viðhorf og skipt miklu máli fyrir sjálfsmynd einstaklinga. Rannsóknir hafa sýnt að löng fjarvera frá vinnumarkaði ógnar heilsu og lífsgæðum einstaklinga meira en margir lífshættulegir sjúkdómar. Þátttaka á vinnumarkaði hefur almennt jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu einstaklinga – einnig þeirra sem glíma við varanlegan heilsubrest af ýmsum toga. Sömuleiðis hafa niðurstöður erlendra rannsókna sýnt að ungir menn sem hafa verið án vinnu í sex mánuði eru sex sinnum líklegri en aðrir til að taka sitt eigið líf.

Hér má lesa greinina

Útgreiðsla styrkja í desember
Rétt eins og undanfarin ár munu styrkir sjúkra- og fræðslusjóðs verða greiddir út föstudaginn 22.desember vegna hátíðahalda. Síðasti skiladagur umsókna er föstudaginn 15.desember.