10.8.2017

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferðin verður farin miðvikudaginn 23. ágúst n.k.
Lagt af stað frá Stórhöfða um klukkan 10:00. Þaðan er ekið um Hvalfjörð upp á Skaga. Þar skoðum við Akraneskirkju og fáum að heyra um hana hjá Eðvarð Ingólfssyni sóknarpresti. Að loknum hádegisverði skoðum við svo Akranesvita, sem byggður var á árunum 1943-44 en að því loknu höldum við niður að höfn og siglum yfir til Reykjavíkur. Þar bíða okkar rútur við höfnina sem ferja okkur aftur upp á Stórhöfða.

Skráning í síma 575 9800. Skráningu lýkur mánudaginn 21. ágúst.

Útgreiðsla styrkja í desember
Rétt eins og undanfarin ár munu styrkir sjúkra- og fræðslusjóðs verða greiddir út föstudaginn 22.desember vegna hátíðahalda. Síðasti skiladagur umsókna er föstudaginn 15.desember.