Viðburðir 2016

mánudagur, 7. mars 2016

ASÍ 100 ára

Verkalýðshreyfingin er ein öflugasta félagshreyfing þjóðarinnar. Flestir vita af hreyfingunni, margir njóta þjónustu hennar, sýna skilning á hlutverki hennar en þeir eru líklega fleiri sem gera sér ekki grein fyrir hversu stórt hlutverk hennar er í sögu þjóðarinnar síðustu 100 árin.

fimmtudagur, 21. janúar 2016

Kjarasamningur undirritaður

Það er ánægjuefni að skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Atkvæðagreiðsla verður kynnt á næstu dögum en henni þarf að vera lokið fyrir 26.2 2016. Við teljum að kjarasamningurinn feli í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári fyrir félagsmenn.

fimmtudagur, 7. janúar 2016

Klukk tímaskráningarapp

Klukk er komið í Appstore (Iphone) og Playstore (Android) Endilega náið ykkur í appið og byrjið að prófa. Klukk er tímaskráningarapp sem hjálpar launafólki að halda utan um sínar vinnustundir. Þannig má á auðveldan hátt nálgast yfirlit yfir unna tíma í mánuði og bera saman við greiddar vinnustundir á launaseðli.

mánudagur, 4. janúar 2016

Félagsfundi í Vestmannaeyjum er frestað

Fyrirhuguðum félagsfundi VM, um málefni vélstjóra á sjó, sem halda átti í Vestmannaeyjum á morgun, þriðjudaginn 5. janúar, hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum.