18.11.2016

Sterk króna skilar sér ekki til neytenda

Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum.

Gengi krónunnar hefur styrkst um 12% síðan í október 2015 og um 18% ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir íslenska neytendur að versla vörur í útlöndum og eins er orðið ódýrara fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur.

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ