Viðburðir 11 2016

Verslun.jpg

föstudagur, 18. nóvember 2016

Sterk króna skilar sér ekki til neytenda

Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12% síðan í október 2015 og um 18% ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir íslenska neytendur að versla vörur í útlöndum og eins er orðið ódýrara fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur.

Loðnuveiðar

laugardagur, 12. nóvember 2016

Kynning á kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum

Kynningarfundur vegna nýs kjarasamnings vélstjóra á fiskiskipum verður haldinn næst komandi mánudag 14. nóvember kl. 20.00 að Stórhöfða 25, í húsi VM. Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum heimasaíðu VM.

ASI-Logo-v1-CMYK.jpg

fimmtudagur, 3. nóvember 2016

Ályktanir samþykktar á þingi ASÍ

Á 42. þingi ASÍ fór fram umsvifamikil málefnavinna í mörgum hópum þar sem notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Fjögur megin þemu voru til umfjöllunar, nýtt kjarasamningslíkan, velferðarmál, mennta- og atvinnumál og svo vinnumarkaðs- og jafnréttismál.