2.5.2016

VM styrkir Krabbameinsfélags Íslands

Í tilefni af 10 ára afmæli  VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna styrkir félagið verkefni Krabbameinsfélags Íslands um 5 milljónir króna.
Verkefnið miðar að því að fækka körlum sem veikjast af krabbameini, lækka dánartíðni karla sem greinast með krabbamein og bæta lífsgæði þeirra.

Guðmundur Ragnarsson formaður VM afhenti styrkinn föstudaginn 29. apríl s.l. Kristján Oddsson yfirlæknir og forstjóri Krabbmeinsfélagsins tók við styrknum og þakkaði af alhug fyrir rausnalega gjöf og velvild í garð félagsins.