16.3.2016

Véltækniskólanum færð gjöf

Í ár verða 100 ár frá því 
vélstjórnarmenntun hófst á Íslandi.
Af því tilefni færði VM ásamt
fyrirtækinu Varma og vélaverk ehf.
Véltækniskólanum að gjöf skilvindu
sem notuð verður við kennslu í
skólanum.
Skilvindan er af gerðinni
Alfa Laval P 605/615 og var hún
formlega afhent á Skrúfudaginn
þann 12. mars s.l. 

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Samúel Ingvason, varaformaður VM,
Ásgeir Haukur Einarsson, vélfræðingur hjá Varma og vélaverki ehf
og Egill Guðmundsson, skólastjóri Véltækniskólans.