5.2.2015

Alþjóðavinnumálastofnunin varar við of litlum launahækkunum - ójöfnuður hefur aukist á Íslandi

Það hefur hægt á vexti raunlauna á heimsvísu en á árinu 2013 nam vöxturinn 2%, sem 0,2 prósentustigi lægra en árið á undan. Hækkun launa er þannig enn langt undir því sem þekktist fyrir kreppu líkt og kemur fram í nýlegri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), Global Wage Report. Þar kemur ennfremur fram að megindrifkraftur launavaxtar hefur átt rætur að rekja til nýmarkaðsríkja. Sé þannig horft framhjá áhrifum mikils vaxtar í Kína fellur vöxtur raunlauna á heimvísu niður í rúmt prósent. Þetta gefur til kynna lítinn vöxt launa í þróuðum ríkjum en líkt og kemur fram í skýrslunni hafa laun staðið í stað í mörgum þróuðum ríkjum og dregist saman sumstaðar.

Nánar hér