8.1.2015

Breytingar á skattmati ríkisskattstjóra fyrir árið 2015

Kæru félagsmenn

Um hver áramót gefur ríkisskattstjóri út skattmat ársins. Breytingar fyrir 2015 hafa áhrif á styrki vegna endurhæfingar úr styrktar-og sjúkrasjóði VM.  Styrkir vegna endurhæfingar hafa verið undanþegnir staðgreiðslu líkt og styrkir vegna íþróttaiðkunar. Þessi undanþága hefur nú verið felld niður, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra.

Hér er hlekkur á skattmat ríkisskattstjóra fyrir þá sem vilja skoða

https://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/skattmat/