Viðburðir 01 2015

fimmtudagur, 29. janúar 2015

Breyting á skattmati ríkisskattstjóra fyrir árið 2015

Kæru félagsmenn Ríkisskattstjóri hefur endurskoðað orðalag sitt í skattmati ársins 2015 og bætt inn aftur klausu í kafla 2.9 um að ekki skuli telja til tekna félagsmanns styrk vegna endurhæfingu.  Svona er kaflinn í heild sinni : HeilsuræktEkki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkun og aðra heilsurækt að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 55.000 kr.

fimmtudagur, 8. janúar 2015

Shipping.fo leitar af yfirvélstjóri með full alþjóðleg réttindi

Shipping.fo leitar að vönum Íslenskum yfirvélstjórum á ný og fullkominn flutningaskip (LNG knúinn) Viðkomandi þarf að hafa STCW pappíra sem yfirvélstjóri á skipum yfir 3000kw. Góð laun í boði Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga, og látið aðra vita, ef þið þekkið einhvern sem gæti haft áhuga.

fimmtudagur, 8. janúar 2015

Breytingar á skattmati ríkisskattstjóra fyrir árið 2015

Kæru félagsmenn Um hver áramót gefur ríkisskattstjóri út skattmat ársins. Breytingar fyrir 2015 hafa áhrif á styrki vegna endurhæfingar úr styrktar-og sjúkrasjóði VM.  Styrkir vegna endurhæfingar hafa verið undanþegnir staðgreiðslu líkt og styrkir vegna íþróttaiðkunar.