Viðburðir 2014

miðvikudagur, 11. júní 2014

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldri félagsmanna og maka verður farin þann 26. júní 2014. Brottför er frá VM, Stórhöfða 25, kl. 9:00. Skráning hefst 3. júní í síma 575 9800 eða með tölvupósti á vm@vm.is. Síðasti skráningardagur er þann 20. Júní.

föstudagur, 6. júní 2014

Viðtal við Guðmund Ragnarsson formann VM

Hér er hægt að hlusta á viðtal sem Ólafur Arnarsson tók við Guðmund Ragnarsson formann VM í þættinum Þjóðarauðlindin 29. maí s.l. Smellið hér til að hlusta á viðtalið.

föstudagur, 25. apríl 2014

Yfirskrift 1. maí 2014 - Samfélag fyrir alla

Dagskrá 1. maí 2014 í Reykjavík.Kl. 13:00 Safnast saman við Hlemm Kl. 13:30 Kröfugangan leggur af stað niður Laugaveg Kl. 14:10 Útifundur á Ingólfstorgi hefst Sjá nánar dagskrá 1. maí í Reykjavík Að loknum útifundi í Reykjavík er félagsmönnum VMboðið upp á kaffi í Gullhömrum, Grafarholti frá kl.

miðvikudagur, 12. mars 2014

Raunfærnimat vélstjórn

IÐAN Fræðslusetur áætlar að vera með raunfærnimatsverkefni í vélstjórn núna á vorönninni.Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem einstaklingur öðlast í starfi og frítíma.Það getur mögulega stytt skólagöngu.

mánudagur, 3. mars 2014

Kynningarfundur vegna kjarasamnings. Bein útsending.

Kynningarfundur vegna nýgerðs kjarasamnings á almennum vinnumarkaði verður haldinn klukkan 20, mánudaginn 3. mars 2014. Í húsi VM að Stórhöfða 25, Reykjavík. Fundurinn verður sendur út gegnum fjarfundarbúnað.

fimmtudagur, 27. febrúar 2014

Verðbólga lækkar hratt

Verðbólga gengur nú hratt niður og mældist ársverðbólga í febrúarmánuði  2,1% að því er fram kemur í nýrri mælingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Verðbólga hefur ekki verið lægri frá því í upphafi árs 2011. Milli janúar- og febrúarmánaðar hækkaði verðlag um 0,67% vegna hækkana á fötum og skóm í kjölfar útsöluloka auk hækkana á flugfargjöldum og eldsneyti.

mánudagur, 27. janúar 2014

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík heldur áttundu verðlaunahátíð sína til heiðurs 20 nýsveinum sem luku burtfararprófi í iðngreinum með afburðaárangri 2013. Jafnframt viðurkenningum nýsveina verður heiðursiðnaðarmaður ársins tilnefndur.

mánudagur, 6. janúar 2014

Umsóknarfrestur um styrk úr Vinnustaðanámssjóði er til 31. janúar

Næsti umsóknarfrestur um styrk úr Vinnustaðnámssjóði er 31. janúar 2014. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári. Athugið að ekki er hægt að stofna umsókn eftir kl. 17:00 þann 31. janúar. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.