Viðburðir 02 2014

fimmtudagur, 27. febrúar 2014

Verðbólga lækkar hratt

Verðbólga gengur nú hratt niður og mældist ársverðbólga í febrúarmánuði  2,1% að því er fram kemur í nýrri mælingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Verðbólga hefur ekki verið lægri frá því í upphafi árs 2011. Milli janúar- og febrúarmánaðar hækkaði verðlag um 0,67% vegna hækkana á fötum og skóm í kjölfar útsöluloka auk hækkana á flugfargjöldum og eldsneyti.