Viðburðir 01 2014

mánudagur, 27. janúar 2014

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík heldur áttundu verðlaunahátíð sína til heiðurs 20 nýsveinum sem luku burtfararprófi í iðngreinum með afburðaárangri 2013. Jafnframt viðurkenningum nýsveina verður heiðursiðnaðarmaður ársins tilnefndur.

mánudagur, 6. janúar 2014

Umsóknarfrestur um styrk úr Vinnustaðanámssjóði er til 31. janúar

Næsti umsóknarfrestur um styrk úr Vinnustaðnámssjóði er 31. janúar 2014. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári. Athugið að ekki er hægt að stofna umsókn eftir kl. 17:00 þann 31. janúar. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.