16.12.2013

Viltu sækja Genfarskólann 2014

Norræni lýðháskólinn í genf, Genfarskólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar. Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi.

Aðild að Genfarskólanum eiga MFA-samböndin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og hér á landi.

Skólinn er haldinn samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf og dregur nafn sitt af því. Nemendur kynnast þinghaldinu og Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO. Stofnunin starfar að vinnumálum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar á ILO-þinginu eru frá stjórnvöldum, atvinnurekendum og samtökum launafólks um allan heim.  Þátttakendur kynnast norrænu samstarfi á vettvangi ILO og geta kynnt sér ýmis alþjóðasamtök verkalýðshreyfingarinnar sem starfa í tengslum við ILO.

Norræni Lýðháskólinn í Genf, Genfarskólinn, byrjar 3. apríl í Runö í Svíþjóð.

Að því loknu tekur við fjarnám sem stendur þar til þátttakendur fara út í lok maí.

Fornámskeið 3. – 6. apríl í Svíþjóð

Fjarnám er í apríl og maí

Aðalnámskeið 25. maí – 13. júní  í Genf

Námið fer fram í formi fjarnáms, fyrirlestra, hópastarfs og þátttakendur fylgjast með  fundum Alþjóðavinnumálaþingsins og nefndarstarfi þess. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á einu norðurlandamáli og hafi auk þess góða enskukunnáttu.

Íslensku þátttakendurnir á Genfarskólanum hafa verið tveir undanfarin ár. Þeir hafa sótt fundi hér á landi, sem haldnir hafa verið til undirbúnings þátttöku í skólanum. Kynningarfundir verða haldnir í byrjun næsta árs.  Á kynningarfundinum munu þátttakendur hitta fulltrúa Íslands sem sækja ILO þingið, ásamt þátttakendum síðasta árs.

Hér er hægt að skoða heimasíðu skólans

Umsóknareyðublað má finna hér. ANSÖKNINGSBLANKETT Geneveskolan 2014 3.pdf