18.11.2013

Þróa íslenska leið í hönnun fiskiskipa

Átta íslensk tæknifyrirtæki hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði þróunar heildstæðra tæknilausna í fiskiskip. Fyrirtækin sem standa að þessu samstarfi eru 3X Technology, DIS, Naust Marine, Navis, Nortek, Promens, Samey og ThorIce. Fyrirtækin starfa öll innan Íslenska sjávarklasans. Líklegt er að með tímanum bætist fleiri tæknifyrirtæki í þennan hóp.

Sjá nánar