4.10.2013

Kjarakönnun VM 2013

VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi.

Könnunin tekur til septemberlauna 2013.

Bréf til þátttakenda eru á leið í póst. Könnunin verður síðan send á þau netföng þátttakenda, sem eru á netfangalista VM. Þ.e. þeir fá sendan tölvupóst með hlekk á könnunina.
Hringt verður í þá sem ekki eru á netfangalista félagsins og þeim boðið að fá könnunina senda í tölvupósti eða að svara í síma, séu þeir ekki með netfang.

Könnunin hefur verið þýdd á pólsku og ensku, til að auðvelda þeim sem ekki tala íslensku að taka þátt.

Félagsmenn eru því hvattir til að taka þátt.
Kjarakannanir nýta félagsmenn til að bera kjör sín saman við kjör annarra á sama starfssviði. Könnunin er einnig grunnur að starfi félagsins í kjaramálum. Áreiðanleiki könnunarinna byggist á því að sem mest þátttaka verði.

Hér er hægt að skoða spurningarnar