2.9.2013

Námskeið Vinnueftirlitsins haustið 2013

Reglulega eru haldin námskeið um ýmis málefni er lúta að vinnuvernd.
Einnig halda sérfræðingar Vinnueftirlitsins fyrirlestra á vinnustöðum um margs konar vinnuverndarmálefni.
 
Námskeið um vinnuvernd er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Vinnueftirlitið heldur reglulega námskeið um vinnuvernd fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið. Námskeiðið er á kostnað atvinnurekanda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Nánari upplýsingar og skráning eru á heimasíðu Vinnueftirlitsins