Viðburðir 09 2013

mánudagur, 23. september 2013

Störf í boði

Saga útgerð ehf auglýsir eftir vélaverði á Siglunes SI 70,sem er togbátur á rækjuveiðum.Gerðar eru kröfur um vélavarðaréttindi, 1000 hestöfl, 26 m langur.

mánudagur, 9. september 2013

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs er kominn út

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustön 2013 er kominn út. Yfir 140 námskeið eru í boði á haustönn og eitthvert þeirra er örugglega eins og sérsniðið fyrir þig. Kynntu þér fjölbreytt úrval námskeiða á vef IÐUNNAR eða skoðaðu námsvísinn í heild sinni hér.

mánudagur, 2. september 2013

Námskeið Vinnueftirlitsins haustið 2013

Reglulega eru haldin námskeið um ýmis málefni er lúta að vinnuvernd.Einnig halda sérfræðingar Vinnueftirlitsins fyrirlestra á vinnustöðum um margs konar vinnuverndarmálefni. Námskeið um vinnuvernd er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.