16.8.2013

Skráning á námskeið haustannar IÐUNNAR er hafin

Námsvísir haustannar fer í dreifingu undir lok ágústmánaðar
en skráning á námskeið er nú þegar hafin á vefnum.

Fyrstu námskeiðin á haustönn 2013 hefjast í byrjun
september. Það er því ekki seinna vænna að fara að huga að skráningu. Kynntu
þér fjölbreytt námsframboð IÐUNNAR og skráðu þig á vefnum.

Námskeið IÐUNNAR á haustönn 2013