26.8.2013

Kjararáðstefna VM 2013

Kjararáðstefna VM verður haldin á Hótel Selfossi 4. til 6. október 2013.
Ráðstefnan er lokaundirbúningur félagsins fyrir komandi kjaraviðræður.
 
Á ráðstefnunni verða kjaramál félagsmanna VM rædd og verðlagning
þeirra inn í hagkerfið metin.
Unnið verður úr niðurstöðum kjarahópa félagsins og
mótuð stefna VM í komandi kjarasamningum
 
Ráðstefnan mun standa yfir frá kl. 15:00 föstudaginn 4. október
og fram á sunnudaginn 6. október.
 
Félagsmenn eru hvattir til að taka dagana
frá og skrá sig á ráðstefnuna.
 
Skráning og nánari upplýsingar hjá Guðna Gunnarssyni í
síma  575 9805  eða á gudnig@vm.is
 
Ráðstefnugestum er velkomið að taka maka með.

Þátttaka og gisting er félagsmönnum og mökum þeirra að kostnaðarlausu. Fjöldi
þátttakenda takmarkast af húsrými hótelsins og þurfa félagsmenn því að skrá
sig til þátttöku. 

Félagsmenn mætum og tökum
þátt í að móta kjarastefnu VM.
 
Dagskrá Kjararáðstefnu VM