8.8.2013

Haustnámskeið Forystufræðslunnar

Skráning á haustnámskeið Forystufræðslunnar er hafin. Megináhersla verður á undirbúning kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga. Trúnaðarmenn og þeir sem hafa áhuga á starfi samninganefnda eru hvattir til að sækja námskeiðin.
 
Síðasti skráningardagur er viku fyrir áætlaðan námskeiðsdag.

Eftirfarandi námskeið verða í boði:

 
September – Reykjavík:

Umsjón funda og ólík fundarform – 4. september, frá 09:00 – 16:00,  Sætúni 1, 4. hæð
Samningatækni - 5. september, frá 09:00 – 16:00, Sætúni 1, 4. hæð
Karphúsið og kjarasamningar – 6. september, frá 09:00 – 12:00, Sætúni 1, 4. hæð
 
Hópavinna og liðsheild – 19. september, frá 09:00 – 16:00, Grettisgötu 89
Krefjandi samskipti – 20. september, frá 09:00 – 12:00, Grettisgötu 89
Virk hlustun – 20. september, frá 13:00 – 16:00, Grettisgötu 89

 
Október – Reykjavík:

Fjármál og fjárreiður – 10. október, frá 09:00 – 16:00, Grettisgötu 89
Að koma fram í fjölmiðlum – 11. október – frá 09:00 – 16:00, Grettisgötu 89
 
Að tjá sig af öryggi – 23. október, frá 09:00 – 16:00, Sætúni 1, 4. hæð
Upplýsinga og skjalastjórnun – 24. október, frá 09:00 – 16:00, Sætúni 1, 4. hæð
Þjónustunámskeið – 25. október, frá 09:00 – 12:00, Sætúni 1, 4. hæð
 
Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá hér   (Námskrá Forystufræðslunnar)

Skráning fer fram á vef Starfsmenntar þar sem jafnframt má fá allar upplýsingar.  Aðstoð við skráningu er hjá Starfsmennt í síma 550-0060.

Einnig er fyrirhugað að halda námskeið á þremur stöðum á landsbyggðinni ef næg þátttaka fæst. Vinsamlegast skráið ykkur á skráningarsíðu Starfsmenntar og haft verður samband þegar dagsetning hefur verið ákveðin.