Viðburðir 08 2013

mánudagur, 26. ágúst 2013

Kjararáðstefna VM 2013

Kjararáðstefna VM verður haldin á Hótel Selfossi 4. til 6. október 2013.Ráðstefnan er lokaundirbúningur félagsins fyrir komandi kjaraviðræður. Á ráðstefnunni verða kjaramál félagsmanna VM rædd og verðlagningþeirra inn í hagkerfið metin.

föstudagur, 16. ágúst 2013

Skráning á námskeið haustannar IÐUNNAR er hafin

Námsvísir haustannar fer í dreifingu undir lok ágústmánaðaren skráning á námskeið er nú þegar hafin á vefnum. Fyrstu námskeiðin á haustönn 2013 hefjast í byrjunseptember. Það er því ekki seinna vænna að fara að huga að skráningu.

mánudagur, 12. ágúst 2013

Það skiptir máli að huga að heilsu og velferð starfsmanna

Það er hagur samfélagsins að stemma stigum við stöðugt vaxandi heilbrigðiskostnað.  Litið er í ríkara mæli til vinnustaðarins og mögulegt hlutverk hans í því að leysa þetta vandamál.  Það er eðlilegt að líta á vinnustaðin sem álitlegan stað til að takast á við sjúkdómsvarnir og seta af stað velferðarprógrömm til að bæta heilsu þar sem flest vinnandi fólk eyðir meiripartinum af deginum í vinnunni.

fimmtudagur, 8. ágúst 2013

Haustnámskeið Forystufræðslunnar

Skráning á haustnámskeið Forystufræðslunnar er hafin. Megináhersla verður á undirbúning kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga. Trúnaðarmenn og þeir sem hafa áhuga á starfi samninganefnda eru hvattir til að sækja námskeiðin.