9.7.2013

Endurskoðuð hagspá 2013-2015

Samkvæmt endurskoðaðri hagspá Hagdeildar ASÍ má vænta þess að hagvöxtur verði 1,7% á árinu og 1,5% á því næsta. Spáð er lakari hagvexti en gert var í síðustu spá sem rekja má til þess að fjárfestingahorfur hafa versnað. Á móti kemur að stöðugleiki gerir vart við sig í hagkerfinu, verðbólga hefur hjaðnað, kaupmáttur launa vaxið og aðstæður á vinnumarkaði batnað. Aðstæðurnar hafa styrkt væntingar neytenda sem sést m.a. í auknum umsvifum á fasteignamarkaði. Vöxtur einkaneyslu er hægur en hvílir á traustari grunni en áður þar sem hún er ekki lengur drifin af tímabundnum úrræðum á borð við úttekt á séreignasparnaði eða sérstakri vaxtaniðurgreiðslu. Gert er ráð fyrir 1,5% vexti á einkaneyslu á þessu ári, 22,6% vexti í íbúðafjárfestingu og 2% vexti á útflutningi.

Spá hagdeildar ASÍ