Viðburðir 06 2013

miðvikudagur, 26. júní 2013

Haustnámskeið Forystufræðslunnar

Skráning er hafin á haustnámskeið Forystufræðslunnar.  Megináhersla námsþátta á haustönn verður á undirbúning kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga. Fyrirhugað er að kenna á fjórum stöðum á landinu, Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði.

þriðjudagur, 4. júní 2013

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldir félagsmanna og maka verður farin 26. júní 2013.Brottför er frá VM, Stórhöfða 25, kl. 9:00.Skráning hefst 3. júní í síma 575 9800 eða með tölvupósti á vm@vm.is. Ferðinni er heitið norður á Hvammstanga (Selasafn), Vatnsneshring (Hvítserk-Borgarvirki), Borgarnes og Reykjavík.