Viðburðir 03 2013

miðvikudagur, 27. mars 2013

Mikill hugur í málm- og véltækniiðnaðinum

Samtök málm- og véltæknifyrirtækja  – MÁLMUR –  ásamt Samtökum iðnaðarins gengust fyrir ráðstefnu síðasta dag febrúarmánaðar.Þar var greint var frá helstu viðfangsefnum innan greinarinnar og ný mótaðri stefnu sem unnið verður eftir næstu fimm árin og miðar að því efla íslenskan málmiðnað til enn stærri átaka og meiri samkeppni á alþjóða markaði.

miðvikudagur, 13. mars 2013

Saga ASÍ kemur út á 97 ára afmælisdaginn

Alþýðusamband Íslands fagnar 97 ára afmæli sínu í dag en sambandið var stofnað 12. mars 1916. En ASÍ fagnar ekki bara háum aldri í dag því saga sambandsins kemur jafnframt út í dag. Verkið, sem er í tveimur bindum og afar veglegt, hefur verið í smíðum undanfarin ár en höfundur þess er Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur.

miðvikudagur, 6. mars 2013

Skrúfudagurinn laugardaginn 9. mars

Skrúfudagurinn verður laugardaginn 9. mars. Dagskráin í Sjómannaskólahúsinu við Hátegsveg hefst kl. 13:00, þar sem Véltækniskólinn, Skipstjórnarskólinn og fyrirtæki í tengdum greinum kynna starfsemi sína.