Viðburðir 2012

miðvikudagur, 19. desember 2012

Hvíld og öryggi sjómanna

Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS) hefur tekið fyrir nokkur mál þar sem stjórnendur báta sofna á siglingu. Nefndin telur ástæðu til að hafa af þessu áhyggjur og að athuga þurfi hvað hægt sé að gera til að snúa þessari þróun við áður en manntjón verður.

mánudagur, 17. desember 2012

Félagsfundir VM um jól og áramót

Félagsfundir VM um jól og áramót verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tímum.Reykjavík, 27. desember Í húsi VM að Stórhöfða 25 - 4. hæð, klukkan 17:00.Dagskrá : málefni vélstjóra á sjó.Akureyri, 28. desember á Hótel KEA, klukkan 17:00. Tengiliður Jón Jóhannsson.

mánudagur, 19. nóvember 2012

Kjararáðstefna VM 2012 glærur

Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu var ráðstefna á Hótel Selfoss sem fór fram dagana 2. og 3. nóvember 2012. Ráðstefnan var sett kl 13:00, föstudaginn 2. nóvember, með inngangi formanns VM og erindum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, um m.

föstudagur, 21. september 2012

Kjararáðstefna VM dagana 2. og 3. Nóvember

Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu er ráðstefna á Hótel Selfoss dagana 2. og 3. nóvember.