Viðburðir

corrosion2019.jpg

fimmtudagur, 12. september 2019

Alþjóðleg ráðstefna um tæringar í málmum 19. september

Á ráðstefnunni bera sérfræðingar saman bækur sínar og alla um bestu leiðir til þess að verjastog vinna með tæringu í málmum. Tekin verða raunhæf dæmi úr hinum ýmsu atvinnugreinumog greint frá vandamálum og lausnum er varða tæringu.

Batar-i-hofn.jpg

fimmtudagur, 5. september 2019

Konur og siglingar: Hvað er svona merkilegt við það?

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum með þemanu „Empowering women in the maritime community“. Af því tilefni standa Siglingaráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 26. september undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það? Á ráðstefnunni verður fjallað um sögu íslenskra kvenna á sjó og erlendir og innlendir fyrirlesarar segja frá starfsvali sínu og reynslu af samvinnu og sambúð kynjanna í siglingum.

09.JPG

mánudagur, 12. ágúst 2019

Golfmót VM 2019 úrslit

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 9.ágúst á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mjög fín þátttaka var á mótinu. Sigurvegari VM mótsins var Bjarki Gunnarsson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

Fjolskyldudagur-idnm..png

föstudagur, 12. júlí 2019

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna í ágúst

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna verður haldinn í Skemmtigarðinum Grafarvogi sunnudaginn 11. Ágúst á milli 11:00-14.00. Hoppukastalar, Lasertag, andlitsmálun, klessubolti, fótboltagolf, sjóræningaland, pylsur, candy floss og margt fleira verður í boði fyrir félagsmenn iðnaðarmannafélaganna að Stórhöfða.

Logo VM með texta

föstudagur, 5. júlí 2019

Samkomulag um frestun á viðræðum við HS-orku

Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019. Vegna þessa mun HS-orka greiða eingreiðslu að upphæð 100.000 kr.

Fjolskyldudagur-idnm..png

þriðjudagur, 2. júlí 2019

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna

Fjölskyldudagur iðnaðarmanna verður haldinn í Skemmtigarðinum Grafarvogi sunnudaginn 11. Ágúst á milli 11:00-14.00. Hoppukastalar, Lasertag, andlitsmálun, klessubolti, fótboltagolf, sjóræningaland, pylsur, candy floss og margt fleira verður í boði fyrir félagsmenn iðnaðarmannafélaganna að Stórhöfða.

straumsvik.jpg

þriðjudagur, 25. júní 2019

Samkomulag um frestun á viðræðum við ÍSAL

Frestun á viðræðum vegna sumarleyfa:  Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019. Vegna þessa mun ISAL greiða eingreiðslu að upphæð 100.000 kr.

Þórðurg4.png

þriðjudagur, 18. júní 2019

Þórður Guðlaugsson fékk fálkaorðu á þjóðhátíðardaginn

Þórður Guðlaugson fékk fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 17. júní 2019.  Þórður var yfirvélstjóri á Þorkeli Mána í hamfaraveðrinu mikla árið 1959 þar sem togarinn Júlí fórst. Talið er að sú ákvörðun Þórðar að brenna bátadavíðurnar af skipinu þar sem það var lagst á hliðina vegna yfirísingar hafi bjargað skipinu og 32 manna áhöfn þess.