Viðburðir

Krokur-virstroffa.jpg

þriðjudagur, 3. júlí 2018

Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar

Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.

IMG_0626.JPG

mánudagur, 4. júní 2018

Ferð eldri félaga VM 2018

Ferð eldri félaga VM verður farin fimmtudaginn 28. júní Lagt verður af stað frá Stórhöfða um klukkan 9:00. Þaðan verður ekið til Þingvalla þar sem farið verður í stutta göngu niður Almannagjá og síðan upp á Lögberg.

oryggisrstefna.jpg

miðvikudagur, 11. apríl 2018

Alþjóðleg ráðstefna um öryggismál sjófarenda

Alþjóðleg ráðstefna um öryggismál sjófarenda verður haldin á Grand hótel í Reykjavík þann 20. apríl 2018. Ráðstefnan er haldin á vegum Slysavarnaskóla sjómanna, Alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla (IASST) og samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis.

Logo VM með texta

mánudagur, 5. febrúar 2018

Kjarakönnun VM 2017

Kjarakönnun VM meðal félagsmanna sem starfa í landi er komin á heimasíðu félagsins. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annaðist könnunina. Eins og í fyrri könnunum var spurt um laun í september auk atriða er varða menntun og starfssvið.

Birta_aðventukaffi.jpg

þriðjudagur, 5. desember 2017

Birta lífeyrissjóður býður í aðventukaffi 7. desember

Starfsfólk Birtu býður sjóðfélögum í aðventukaffi og spjall í aðsetri lífeyrissjóðsins á 5. hæð að Sundagörðum 2 í Reykjavík á fimmtudaginn kemur, 7. desember, kl. 16:30. Tilefnið er einfaldlega jólafastan og tækifærið er gripið til að eiga samverustund, rabba saman í góðum hópi, kynna vistarverur Birtu og ræða það sem hverjum og einum liggur á hjarta.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Fundur uppstillingarnefndar VM

VM boðar til félagsfundar þann 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í VM húsinu, Stórhöfða 25, Reykjavík. Dagskrá  Kynning á tillögu uppstillingarnefndar um framboð til formanns VM tímabilið 2018-2022 og stjórnar og varastjórnar VM fyrir tímabilið 2018 til 2020. Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út á fundinum en allir félagsmenn sem ekki eru á lista uppstillingarnefndar geta boðið sig fram hafi þeir stuðning 20 fullgildra félagsmanna VM.

Gildi-logo.png

föstudagur, 20. október 2017

Ný heimasíða hjá Gildi

Gildi lífeyrissjóður hefur opnað nýja heimasíðu. Á nýju heimasíðunni geta sjóðsfélagar séð réttindi sín á einfaldan hátt. Hér er hægt að skoða heimasíðuna https://gildi.