Pistlar

mánudagur, 28. september 2015

Er þetta það sem Rio Tinto Alcan (ÍSAL) vill?

Á heimasíðu VM er fjallað um ráðningarsamning sem félagið fékk frá Vinnumálastofnun til umsagnar. Óskað var eftir aðstoð ASÍ við að greina samninginn og er greinagerð ASÍ birt á heimasíðunni. VM hefur undanfarna mánuði unnið að málum er varða starfsmannaleigur og óskráða erlenda starfsmenn.

þriðjudagur, 22. september 2015

Niðurstaða með skilaboðum!

Niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni um nýjan kjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins er í samræmi við þau viðbrögð sem ég varð var við meðal félagsmanna.Fyrri samningurinn  var felldur með afgerandi hætti en þessi var samþykktur með litlum meirihluta, eins og fram kemur hérna á heimasíðu félagsins.

laugardagur, 5. september 2015

ATVINNUREKENDUR KYNNA KJARASAMNINGINN

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins var undirritaður fimmtudaginn 3. september. Þessi samningur er með lagfæringum á fyrri samningi sem felldur var með afgerandi hætti hjá félagsmönnum VM fyrr á árinu.

þriðjudagur, 18. ágúst 2015

Hver ákvað að láta VM sleikja botninn?

Það er þrautinni þyngri að átta sig á því hvaða launastefna er ríkjandi á íslenskum vinnumarkaði. Enn á eftir að ganga frá fjölmörgum samningum og vinnuveitendur virðast flokka viðsemjendur sína eftir einhverri óskilgreindri hentistefnu.

miðvikudagur, 15. júlí 2015

Kjarasamningur við SA felldur

Nú liggur fyrir niðurstaða kosninga um almennan kjarasamning VM við SA. Samningurinn var felldur með afgerandi hætti. Þátttakan var mjög góð miðað við kosningu um kjarasamning og niðurstaðan skýr.Ef lesa á í það sem félagsmenn eru mest óánægðir með er það launaþróunartryggingin og lág dagvinnulaun.

miðvikudagur, 24. júní 2015

Niðurstaða kjaraviðræðna

Samninganefnd VM um almenna samning félagsins við Samtök atvinnulífsins, komst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að ekki yrði lengra komist í þeim kjaraviðræðum sem höfðu verið í gangi. Því var það niðurstaða samninganefndarinnar að skrifa undir kjarasamninginn og vísa honum til kosninga meðal félagsmanna.

fimmtudagur, 4. júní 2015

Alvarleg staða á vinnumarkaðnum

Ég ætla að byrja á því að hrósa þeim stéttarfélögum sem náðu því markmiði að hækka lægstu laun ílandinu, upp í þá tölu sem stemming var búin til um, eða 300 þúsund krónur á mánuði. Öllum ætti að vera ljóst að 214 þúsund króna tekjutrygging á mánuði fyrir fulla vinnu var ekki mannsæmandi í þjóðfélagi sem hefur alla burði til að gera miklu betur.

föstudagur, 22. maí 2015

Tilboð SA illa unnið og óframkvæmanlegt

„Það einfaldlega gengur ekki að gera róttækar breytingar yfir allan vinnumarkaðinn, eins og Samtök atvinnulífsins lögðu til fyrr í vikunni, atvinnugreinarnar eru svo ólíkar og þess vegna þarf allur undirbúningur að vera mjög vandaður og ítarlegur.

laugardagur, 9. maí 2015

SA, samtök án framtíðarsýnar

Enn á ný stöndum við frammi fyrir því við endurnýjun kjarasamninga að vera með viðsemjendur sem eru hugmyndfræðilega gjaldþrota. Þar hafa menn enga hugmyndafræði eða kjark að stíga þau skref sem þarf til að gera breytingar í launakerfum til að ná upp ásættanlegum dagvinnulaunum.

miðvikudagur, 8. apríl 2015

Kalt kjarasumar í kortunum (1)

Hvernig sem á því stendur hafa Samtök atvinnulífsins tekið þá stefnu að ríghalda í samræmda launastefnu fyrir allar starfsgreinar sem eru með lausa kjarasamninga. Í staðinn fyrir að setjast að samningaborðinu og finna lausn á kjaramálum er stórum hópi lögfræðinga vinnuveitenda og ríkisins falið það hlutverk að flækja málin eins og hægt er.