Pistlar
föstudagur, 25. október 2019
Það er ekki hægt að segja annað en að vikan á skrifstofu VM hafi verið viðburðarrík. Vikan hófst á fundi samráðshóps ASÍ og SA um lífeyrismál.
Kosning hófst vegna kjarasamnings vélstjóra á kaupskipum sem skrifað var undir í síðustu viku og stendur til 7. nóvember.
föstudagur, 18. október 2019
Oft þegar sagðar eru fréttir af því hvað stéttarfélög gera þá gleymast hefðbundin verkefni félagsins. VM er heppið að hafa frábært starfsfólk sem sinnir sjóðum félagsins, orlofskostum, kjara- og menntamálum og almennri þjónustu við félagsmenn, Fjölmargir félagsmenn nýta sér þjónustu félagsins í hverri viku hvort sem félagsmönnum vantar hjálp vegna veikinda, styrk til að bæta við sig þekkingu eða spyrja um kjara- og réttindamál.
föstudagur, 11. október 2019
Vikan var viðburðarík í starfi VM. Á mánudag og þriðjudag sátum við Halldór Arnar forstöðumaður kjaradeildar VM þing hjá norræna vélstjórafélaginu í Danmörku. Þessi þing eru ótrúlega góð fyrir fólk að fræðast um starfsemi félaganna í hverju landi og til þess að læra nýja hluti.
föstudagur, 4. október 2019
Þessa dagana er mikið um að vera á skrifstofu VM. Þriðjudaginn 1. október losnaði kjarasamningur á milli VM og SFS vegna vélstjóra á fiskiskpum. Fimmtán kjarasamningar eru því lausir þessa stundina en unnið er hörðum höndum að því að fækka þeim.
þriðjudagur, 28. maí 2019
Nýtt blað VM var að fara í dreifingu, blaðið er gefið út fyrir sjómannadag ár hvert. Hér er hægt að lesa pistill formanns.
Góðir félagar í VM.
Nú í byrjun maí skrifuðu iðnaðarmannafélögin undir kjarasamning við SA á almenna markaðinum.
miðvikudagur, 1. maí 2019
Til hamingju með daginn öll.
Í dag er 1. maí alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Það eru 130 ár síða var ákveðið að gera 1. maí að baráttudegi launafólks.
Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á 1. maí gengin 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur síðan 1966.
Með samstöðu og baráttu hefur launafólki tekist að bæta kjör sín og réttindi.
föstudagur, 15. mars 2019
Síðan 1. janúar hafa félagsmenn VM verið samningslausir. Samninga- og viðræðunefndir VM hafa þolinmóðir setið við samningaborðið með SA en þar hafa aðallega verið ræddar hugmyndir atvinnurekanda um breytingar á vinnumarkaði.
föstudagur, 25. janúar 2019
Þó nokkrir fundir hafa farið fram vegna kjarasamninga VM og SA sem runnu út um áramót. VM er í samfloti með öðrum iðnaðarmannafélögum og hefur farið talsverður tími í að pússa kröfugerðir félaganna saman.
þriðjudagur, 15. janúar 2019
Iðnaðarmenn og samtök þeirra hafa í gegnum tíðina bent ítrekað á að menntun og störf þeirra hafi ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Hér á landi hefur mesta orkan í menntamálum farið í að reyna að koma sem flestum í gegnum bóknám.
föstudagur, 28. desember 2018
Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks VM óskum við félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.