Pistlar

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 15. maí 2020

Föstudagspistill 15. maí

Með hækkandi sól og rýmkun á samkomubanni verð ég var við aukna bjartsýni í samfélaginu sem er auðvitað gott. Við verðum þó áfram að vera skynsöm og hlusta á yfirvöld. Aðeins fjögur virk smit hafa greinst í maí, ekki er hægt að sjá annað en að við séum á réttri leið.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 8. maí 2020

Föstudagspistill formanns 8. maí 2020

Það eru skrýtnir tímar í samfélaginu en þrátt fyrir það þurftum við að finna leið til að halda aðalfund VM. Var ákveðið að halda aðalfund fimmtudaginn 30. apríl 2019 á rafrænan máta.  Samkvæmt lögum VM á að halda aðalfund VM í síðasta lagi 30. apríl ár hvert og einnig á að kynna úrslit stjórnakjörs á aðalfundi enda kjörtímabil stjórnar á enda runnið.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 1. maí 2020

1 maí!

Byggjum réttlát þjóðfélag.  Við þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu, í höftum samkomubanns, getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí í kröfugöngu. Er þetta í fyrsta skipti síðan 1923 sem launafólk á Íslandi getur ekki farið í kröfugöngu til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 24. apríl 2020

Föstudagspistill 24.4.2020

Ég vil byrja á óska öllum félagsmönnum VM sem og öðrum gleðilegs sumars. Með hækkandi sól náum við vonandi að líta björtum augum fram á veginn. Svo virðist sem kór­ónu­veirufaraldurinn sé í rénum hjá okkur og vonandi fer þjóðfélagið smá saman aftur í sitt eðlilega horf.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 17. apríl 2020

Föstudagspistill formanns 17.04.2020

Þó svo að samfélagið sé í ákveðnum hægagangi þá erum við hjá VM að ýta á eftir þeim málum sem er í gangi, enn á eftir að ganga frá kjarasamningum fyrir allt of mikið af félagsmönnum okkar, nokkrar viðræður eru komnar mjög langt en reka þarf endapunktinn á þá samninga sem allra fyrst.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 3. apríl 2020

Föstudagspistill formanns 03.04.2020

Covidfaraldurinn, samkomubann og hlutastarfaleiðin eru annað hvort orð sem við höfum ekki heyrt áður eða að minnsta kosti ekki notað í daglegu tali. Hjá VM hafa hlutinir snúist mikið um þá hluti sem snúa að faraldrinum í þessari viku.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 27. mars 2020

Föstudagspistill 27. mars 2020

Það er kannski að bera í bakkafullann lækinn að fara að tala um fordæmalausar aðstæður.  Nú er komið samkomubann og er miðað við að ekki séu haldnar fjölmennari samkomur en 20 manna. Við eigum auðvitað öll að virða tilmæli landlæknis.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 20. mars 2020

Föstudagspistill formanns 20.03.2020

Þau ánægjulegu tíðindi gerðust í vikunni að skrifað var undir kjarasamning við Ísal, kynningarefni hefur verið sent út og kynningafundir verða í næstu viku. Það er gleðilegt að samningur sé í höfn þarna en umhugsunarvert er að boða þurfti til átaka til þess að fá fyrirtækið til að skrifa undir samning sem var tilbúinn í lok janúar.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 13. mars 2020

Föstudagspistill 13.03.2020

Ástandið í þjóðfélaginu er skrýtið þessa dagana og ekki annað hægt að segja en mikill tími starfsmanna VM fari í að endurskipuleggja aðeins hlutina vegna Covid 19 veirunnar. Það mikilvægasta er fyrir launafólk fyrir utan heilsuna auðvitað er að missa ekki lífsviðurværi sitt og að heilbrigðis og félagslegukerfin virka í ástandi sem þessu.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 6. mars 2020

Föstudaggspistill 06.03.2020

Verkefnin eru næg eins og venjulega á skrifstofu félagsins. Stjórnarkjör er í gangi um þessar mundir og hvet ég alla félagsmenn til þess að kynna sér þá sem eru í framboði og kjósa svo til stjórnar. Hvet ég menn til að nýtta kosningarétt sinn.