Pistlar

GR_VM_bord

mánudagur, 12. september 2016

Stefnir í átök?

Nú liggur fyrir að samninganefnd vélstjóra á fiskiskipum ætlar að kalla eftir heimild til vinnustöðvunar. Kosningunni líkur 17. október n.k og ef hún verður samþykkt mun verkfall vélstjóra hefjast 10. nóvember 2016 kl.

fimmtudagur, 28. júlí 2016

Kjarasamningur við SFS

VM hefur ekki skrifað undir kjarasamning við SFS og mun ekki verða tekin afstaða til þess fyrr en eftir fund samninganefndar vélstjóra á fiskiskipum 9. ágúst næstkomandi. Ástæða þess að VM skrifaði ekki undir með Sjómannasambandinu og FFSÍ, voru vinnubrögðin sem viðhöfð voru af hálfu SSÍ í aðdraganda samningsins sem þeir skrifuðu undir.

þriðjudagur, 5. apríl 2016

Er einhver von um breytingar?

Það er ekki í fyrsta skipti nú í íslensku samfélagi sem fer af stað umræða um óréttlæti og /eða spillingu eins og nú er vegna eigna sem faldar eru erlendis. Væntanlega í þeim eina tilgangi að losna undan því að greiða skatta af eignum eða tekjum af þeim.

föstudagur, 4. mars 2016

Ný viðmið komin í Straumsvík?

Einn af hornsteinum kjarabaráttu á Íslandi hefur verið krafan um að greidd séu sömu laun fyrir sömu vinnu. Þess vegna urðu mikil umskipti, nú í vikunni, fyrir starfsfólk sem vinnur við lestun og losun skipa.

föstudagur, 12. febrúar 2016

Mun ISAL-deilan setja SALEK í uppnám?

Til að ná fram vitrænum kjaraviðræðum í ISAL-deilunni lögðu stéttarfélögin fram tillögu, á síðasta fundi hjá Ríkissáttasemjara, um að kjarasamningur SA / Rio Tinto Alcan á Íslandi (ISAL) færi undir rammasamkomulag ASÍ og SA frá 27. október 2015. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins fari öll sem eitt eftir þeirri stefnu sem samtökin hafa sett nafn sitt undir og starfað hefur verið eftir við gerð kjarasamninga að undanförnu.

þriðjudagur, 5. janúar 2016

Blikur á lofti til sjós

VM hélt fimm félagsfundi með vélstjórum á fiskiskipum milli jóla og áramóta, auk þess sem vélstjórar á Ísafirði og Vestmanneyjum, tóku þátt í fundinum í Reykjavík með fjarfundabúnaði. Tilgangur fundarherferðarinnar var að fara yfir stöðu mála.

fimmtudagur, 31. desember 2015

Áramótakveðja

Óska félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

miðvikudagur, 23. desember 2015

Jólakveðja

Ég óska félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

miðvikudagur, 2. desember 2015

Staðan í ÍSAL

Ákvörðun samninganefndar starfsmanna í ÍSAL um að aflýsa boðaðri ótímabundinni vinnustöðvun var það eina rétta sem hægt var að gera eins og málin hafa þróast í viðræðum við fyrirtækið. Það var orðið ljóst að fyrirtækið ætlaði ekki að semja við okkur og við þær aðstæður getur verkfall skaðað okkar félagsmenn meira en fyrirtækið.

fimmtudagur, 26. nóvember 2015

Um hvað snýst deilan í ÍSAL?

Eftir tuttugu og átta fundi hjá Ríkissáttasemjara vegna kröfu starfsmanna í ÍSAL um að fá sömu launahækkanir og hafa verið á almennum vinnumarkaði, liggur ljóst fyrir að fyrirtækið ætlar ekki að semja, nema þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt, að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út og fá verktaka í störfin.