Tilraun sem verður að heppnast
Ónýtu taxtakerfi, óstöðugu íslensku hagkerfi og mikilli misskiptingu verður ekki breytt á einni nóttu. Kjarasamningurinn á almennum vinnumarkaði sem skrifað var undir 21. desember sl. með þeim breyttu áherslum og framtíðarmarkmiðum sem í honum eru, eru tilraunarinnar virði.
Mönnunarnefnd og stjórnsýslan.
Eftir síðasta fund í mönnunarnefnd skipa sl. föstudag verður maður mjög hugsi um íslenska stjórnsýslu almennt. Formaður mönnunarnefndar hunsar allt sem heitir eðlileg stjórnsýsla með einræðistilburðum.
Markmiðin eru skýr
Nú liggur fyrir skýr afstaða VM um aðkomu félagsins að endurnýjun komandi kjarasamninga. Félagið vill fá kjaraviðræður við fulltrúa þeirra atvinnugreina þar sem félagsmenn VM starfa. Eftir fjölmenna og öfluga kjararáðstefnu daganna 4. og 5. október, var það einróma niðurstaða að félagið ætlar ekki að taka þátt í samræmdri launastefnu.
Ábyrg kjarasamningagerð
Nýlega kom út mjög góð skýrsla um um kjarasamningagerð og vinnumarkaðinn á Norðurlöndum. Þetta er fróðleg skýrsla sem gefur yfirsýn yfir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig við kjarasamningagerð í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.
Að elta skottið á sér.
Ósjaldan hefur maður séð hund vera að elta skottið á sér, þá hefur komið upp í huga manns hvað greyið sé vitlaust. Þessi samlíking kom upp í huga mér nú þegar við enn og aftur stöndum frammi fyrir því verkefni að ná tökum á víxlverkun kauplags, verðlags og verðbólgu, með handónýtan gjaldmiðil.
Kjósendur axli ábyrgð
Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslenskt samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi.
Skynsemin látin ráða.
Sú ákvörðun Fulltrúaráðs VM um að samþykkja framlengingu á gildandi kjarasamningum er mjög skynsamleg. Vissulega hafa forsendur þær sem stemmt var að í verðlags og gengismálum ekki staðist. Að segja upp kjarasamningunum nú og verða af 3,25% launahækkun 1. febrúar n.
Í lok árs 2012
Á ný afstöðnum félagsfundi hjá VM, var farið yfir stöðu mála vegna endurskoðunar kjarasamninga 21. janúar 2013. Fundarmenn veltu fyrir sér hvað væri framundan og lögðu kalt mat á það hvar mesti ávinningurinn væri í stöðunni.
Ræða við setningu þings Sjómannasambands Íslands
Ráðherra, ágætu þingfulltrúar og gestir.Það er mér mikill ánægja að fá að ávarpa þingið. Ég vil byrja á að lýsa yfir ánægju minni með þá góðu samvinnu sem komin er á milli Sjómannasambands Íslands og VM, enda liggja hagsmunirnir okkar víða saman.
Ræða á Kjararáðstefnu VM 2012
Ágætu félagsmenn og gestir Ég vil byrja á því að bjóða ykkur öll velkomin á kjararáðstefnu VM 2012. VM er ungt stéttarfélag á landsvísu sem varð til eftir sameiningu VSFÍ og Félags Járniðnaðarmanna og hefur vegna ytri aðstæðna í samfélaginu ekki haft tækifæri til að mótast eins og ætlun var við sameininguna.