2022
Staða kjarasamninga
Pistlar

Staða kjarasamninga

Fjölmargir kjarasamningar eru að losna á þessu og næsta ári. Grátkór atvinnurekanda er því byrjaður á sínu reglubundna væli að hér á landi er ekki hægt að hækka laun og ekkert er til skiptanna, ábyrgð launafólks á hagkerfinu er algjör.

Á meðan berast fréttir um það að stjórnendur eru að hækka um hundruði þúsunda eða milljónir á milli mánaða. Að sumir forstjórar hækka meira í launum en árslaun verkafólks er.

Þegar skrifað var undir lífskjarasamninginn var munnlegt samkomulag að allir í launastiganum myndu fá sömu hækkanir, taxtalaunafólk 90.000 kr og markaðslaunafólk 68.000 kr. Núna hafa stjórendur fyrirtækja hlaupið undan þessu samkomulagi, traustið á kjarasamningaári er því lítið sem ekkert.

Seðlabankastjóri virðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni, ég skal taka undir með honum ef hann hvessir sig við þetta fólk sem hækkar sín eigin laun langtum meira en annara.

Þetta sýnir okkur líka að mikilvægt er að minnka völd atvinnurekanda í lífeyrissjóðunum, því lífeyrissjóðirnir eiga flest þessi fyrirtæki og við launafólkið eigum þá. Launafólk er þarna með verkfæri sem við þurfum og eigum að beita – við þurfum að beita öllum okkar verkfærum til þess að stoppa sjálftöku stjórnenda.

Það er því algjörlega ljóst að þegar rétt rúmir 7. mánuðir eru í að samningar losna að ekkert traust er á milli samningsaðila og kröfur launafólks verður að fá sömu hækkanir og stjórnendur.

Sá óstöðuleiki sem gæti fylgt á eftir er á ábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna, því þau sýna okkur hinum að það er nóg til.

Atvinnurekendur ætla enn einu sinni að nota hræðsluáróður í kjaraviðræðum, en ég er með skilaboð til þeirra, þá sjá allir í gegnum þetta.