25.2.2022

Pistill formanns 25.2.2022

Ný kjarakönnun VM kláraðist loksins í vikunni. Hægt er að skoða hana hér. 

Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þessar kjarakannanir bæði til í að sjá hvar okkar félagsmenn standa almennt og svo félagsmenn okkar geti séð hvar þau standa m.v. aðra á markaði. 

Í ár var einnig spurt um þjónustu VM við erum ansi stolt af því að 88,2% félagsmenn okkar voru mjög eða frekar ánægðir með þá þjónustu sem þeir sóttu til VM og aðeins 4% frekar eða mjög óánægð. 

Þrátt fyrir þessa ánægju stefnum við auðvitað á að gera enn betur. Við sem störfum hjá VM erum í vinnu hjá ykkur félagsmönnum og viljum auðvitað gera alla ánægða. 

Ég minni einnig á að starfsfólk okkar í kjaradeild er boðið og búið að hjálpa félagsmönnum að staðsetja sig rétt í launum m.v þessa launakönnun. Það er tilfinning okkar á skrifstofunni að umræður um launahækkanir í einstaka fyrirtækjum hafi beðið á meðan á meðan takmarkanir voru sem mestar en að núna séu margir félagsmenn að skoða launamál sín.

Ég óska ykkur góðarar helgi. 

Guðm. Helgi formaður VM