8.7.2021

Föstudagspistill 09.07.21

Eins og flestir vita þá erum við í samningaviðræðum við SFS vegna kjarasamnings vélstjóra á fiskiskipum. Á meðan forsvarsmenn útgerðamanna sitja við samnignsborðið og lítið sem ekkert miðaðst, virðast uppsjávarútgerðir höggva í sömu knérunn.

Nú þegar makrílvertíðin er að hefjast og miðað við fyrstu verð sem verið er að bjóða íslenskum sjómönnum og þau lágmarksverð sem eru boðin í Noregi virðist sem íslenskum sjómönnum sé greitt fjórðung af því verði.

Það er alveg ótrúlegt þegar menn sitja við samningsborðið og verið er að reyna að ná samningi og sátt þá sé verið að berja á mönnum á öðrum stöðum.

Þetta komast útgerðamenn upp með vegna þess að ógagnsæið er svo mikið, þetta er eitt af meginatriðum sjómanna sem við viljum breyta í þessum kjarasamningsviðræðum. Útgerðamenn sem fá að nýta sameiginlega auðlind okkar „geti“ einungis greitt fjórðung af því sem norðmenn eru með sem lágmarksverð. Rök útgerðamanna eru að íslenskur sjávarútvegur er svo hagkvæmur vegna þess að öll keðjan er á sömu hendi, það hámarki arðsemina. Ég er sammála því að það virðist hámarka arðsemina, en fyrir hvern?

Svo virðist sem útgerðamenn stjórni launum sjómanna og  hvar í keðjunni þeir taka út hagnað af rekstri sínum.

Áður höfum við bent á þetta í kolmuna og loðnu reynt að ræða þetta bæði við útgerðarmenn og stjórnmálafólk en ekkert breytist.

Hverjir tapa – við öll!   

Er þetta eðlilegt?