Pistlar 05 2021

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 21. maí 2021

Föstudagspistill 21.5.2021

Það er vor í lofti a.m.k hér sunnanlands, það er þó ekkert sérstakt vor í lofti á íslenskum vinnumarkaði, hávaðarok er á sumum stöðum þar sem okkar félagsmenn starfa á. Setið er við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings vélstjóra á fiskiskipum, það er lítið sem ekkert að gerast þar, útgerðarmenn eru ekki tilbúin að teygja sig hænufet til okkar sjómanna.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 14. maí 2021

Föstudagspistill formanns 14.5.2021

Enn er unnið hörðum höndum við samningaborðið. Fundað hefur verið nokkuð stíft í kjaradeilu okkar við ÍSAL og þokast mál áfram þar þó hægt sé. Í dag hitt ég svo stóran hóp okkar félagsmanna sem starfa í fyrirtækinu til að fara yfir stöðuna á viðræðum og hvar möguleikar okkar eru að ná fram bættum kjörum, ásamt fleiri málum.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 7. maí 2021

Föstudagspistill formanns 07.05.2021

Vikan er senn að líða, og þá er alltaf gott að gera upp vikuna. Það sem stendur upp úr í vikunni er að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom enn einu sinni í fram í fjölmiðlum og talaði gegn síðustu launahækkunum.