Pistlar 03 2021

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

miðvikudagur, 31. mars 2021

Páskapistill 2021

Páskarnir eru að ganga í garð hjá okkur og kærkomið frí að hefjast fyrir flesta. Föstudagspistla skrif mín hafa dottið upp fyrir það sem af er árinu vegna anna. Bæði er mikið búið að vera að gera í samningagerð auk þess sem félagið flutti sig um set, frá Stórhöfða 25 og að Stórhöfða 29. Það þýðir að við erum komin í sama húsnæði og önnur iðnaðarmannafélög en markmið þessara flutninga er að samvinna félaganna aukist og ýmis konar stoðþjónusta verði samnýtt.