Pistlar 2021

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

fimmtudagur, 30. desember 2021

Góðir VM félagar

Í febrúar árið 2020 greindist fyrsta Covid - 19 smitið hér á á Íslandi. Þá var gripið til harðra aðgerða með grímuskyldu, fjarlægðartakmörkum og fjöldatakmörkunum. Við þekkjum þetta allt vel nú tæpum tveimur árum seinna.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 26. nóvember 2021

Bjarni Benediktsson getur þú líka hjálpað okkur?

Í vikunni kom Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fram í fréttum og sagði að það væru takmörk fyrir því hvers mikið laun á Íslandi gætu hækkað og nefndi meðal annars að það væri erfitt að skilja hversvegna ætti að koma hagvaxtarauki þegar hagvöxtur á mann er að vaxa fyrst og fremst vegna þess að við lendum í efnahagsáfalli.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 5. nóvember 2021

Sjómenn samningslausir í tvö ár - hver er staðan?

Eins og flestir þið vita hafa kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum nú verið lausir í í rúm tvö ár.  Það er að verða regla frekar en undantekning að sjómenn séu kjarasamningslausir í fleiri fleiri ár á milli samninga sem er algerlega óboðlegt.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 17. september 2021

Svik við sjó¬menn eru svik við þjóðina!

Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 10. september 2021

Föstudagspistill formanns 10.9.2021

Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði.

Gudmundur Helgi-1.jpg

fimmtudagur, 8. júlí 2021

Föstudagspistill 09.07.21

Eins og flestir vita þá erum við í samningaviðræðum við SFS vegna kjarasamnings vélstjóra á fiskiskipum. Á meðan forsvarsmenn útgerðamanna sitja við samnignsborðið og lítið sem ekkert miðaðst, virðast uppsjávarútgerðir höggva í sömu knérunn.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 2. júlí 2021

Föstudagspistill 02.07.2021

Síðustu vikur hafa verið óvenju anna samar miðað við árstíma á skrifstofu VM. Félagið skrifaði undir kjarasamning 22. júní við ÍSAL. Samningar tókust þar án þess að vísa þurfti deilunni til Ríkissáttasemjara, sem er af hinu góða.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

mánudagur, 7. júní 2021

Sjómenn og sjómannsfjölskyldur til hamingju með daginn

Sjómannadagurinn er gjarnan notaður til þess að mæra sjómenn, hetjur hafsins sem bera björg í bú. Hvernig er svo staðan í dag? Nú eru sjómenn búnir að vera með lausa kjarasamninga í um það bil eitt og hálft ár og lítið miðar.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

fimmtudagur, 3. júní 2021

Sjómannadagurinn 2021

Góðir VM félagar Í lok febrúar á síðasta ári þegar fyrsta Covid – 19 smitið greindist hér á landi, held ég að engan hefði grunað að við værum enn að glíma við hana núna rúmu ári seinna. Staðan er sem betur fer gjörbreytt.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 21. maí 2021

Föstudagspistill 21.5.2021

Það er vor í lofti a.m.k hér sunnanlands, það er þó ekkert sérstakt vor í lofti á íslenskum vinnumarkaði, hávaðarok er á sumum stöðum þar sem okkar félagsmenn starfa á. Setið er við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings vélstjóra á fiskiskipum, það er lítið sem ekkert að gerast þar, útgerðarmenn eru ekki tilbúin að teygja sig hænufet til okkar sjómanna.