9.10.2020

Föstudagspistill formanns 09.10.2020

Vegna anna hef ég að undanförnu ekki komist í föstudagspistlana undanfarið en verður bætt úr því núna.

Það sem ber hæðst hjá félaginu er verkfallsboðunin í álverinu í Hafnarfirði. Kosningu um heimild til verkfalls lauk miðvikudaginn s.l. 91% tók þátt og samþykktu 85% félagsmanna að grípa til verkfalla. Það er gott fyrir félagið og starfsmenn að vera með jafn afgerandi niðurstöðu og þetta er og styrkir málstað okkar við samningaborðið. Það var mjög svipuð niðurstaða oghjá Rafiðnaðarsambandinu, Hlíf og FIT.

Verkföll eru alltaf neyðarúrræði, við teljum okkur vera með mjög sanngjarnar kröfur sem byggjast á lífskjarasamningnum sem iðnaðarmenn gerðu á almennum markaði. Félagsmenn VM eru reiðir vegna þess að erlendur auðhringur ætlar að nota starfsfólk sitt á Íslandi sem verkfæri við semja við Landsvirkjun um orkuverð, það getum við illa sætt okkur við.

Búið er að skrifa undir kjarasamning við samninganefnd ríkisins vegna félagsmanna okkar hjá Hafrannsóknarstofnun og Landhelgisgæslunni, fer kosning nú fram um þá samninga.

Einnig höfum við lokið stofnanasamning við Landhelgisgæsluna, því miður hefur ekki náðst að klára stofnannasamning við Hafrannsóknarstofnun.

Það er vont að veiran hafi geysað aftur upp í samfélaginu, þessi gífurlega aukning hér á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það að verkum að margt fer í hægagang, samskipti verða þyngri og taka lengri tíma. Það eina sem við getum gert er að hlýða þríeykinu og fara eftir tilmælum.

Þetta er þolinmæðisvinna en er til þess að passa upp á heilsuna okkar allra, það styttist vonandi í bóluefni.

Við hjá VM höfum tekið þá ákvörðun að loka skrifstofu VM frá mánudeginum 12. október um óákveðinn tíma. Það verður auðvitað hægt að hafa samband við okkur í gegnum síma og tölvupóst, einnig minnum við á að hægt er að sækja um í sjóði og um orlofshús í gegnum heimasíu félagsins.

Enn og aftur virðum sóttvarnarreglur, við erum öll almannavarnir.

Ég óska ykkur góðrar helgi.

Guðm. Helgi formaður VM