Pistlar 08 2020

guðmhelgi.jpg

föstudagur, 28. ágúst 2020

Föstudagspistill 28.8.2020.

Eitt af stærri verkefnum vikunnar hér af skrifstofu VM er án efa kjaradeila starfsmanna álversins í Hafnarfirði og Rio Tinto. Fyrsti samningafundur deilunnar var hjá sáttasemjara í vikunni, fyrirtækið mætti með tómt blað á þann fund.

guðmhelgi.jpg

föstudagur, 21. ágúst 2020

Eru útgerðarmenn hafnir yfir lög?

Þessa dagana hrúgast inn fyrirspurnir og mál frá fiskiskipasjómönnum. Svo virðist vera að sumir útgerðamenn séu alveg hættir að fara eftir nokkrum lögum. Þeir sem þekkja til vita að við sjómenn höfum oft sagt um útgerðarmenn að þeir hugsi „ég á þetta ég má þetta“ sama hvað.