1.5.2020

1 maí!

Byggjum réttlát þjóðfélag.

 Við þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu, í höftum samkomubanns, getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí í kröfugöngu. Er þetta í fyrsta skipti síðan 1923 sem launafólk á Íslandi getur ekki farið í kröfugöngu til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Við aðstæður sem þessar er mikilvægara en oft áður að gæta hagsmuna launafólks. Áhrif kórónaveirunnar hefur breitt heimsmynd okkar. Ferðaþjónustan sem hefur verið einn stærsti drifkraftur hagvaxtar á síðustu árum bæði hér og víða erlendis hefur nánast stöðvast og ekki fyrir sjáanlegt hvenær ferðaþjónusta nær sér á stað aftur. Einnig hafa samkomubönn um allan heim haft áhrif á líf allra og atvinnuleysi meira en þekkst hefur á okkar tímum. Ríkisstjórnir um allan heim eru að grípa til ráðstafanna til þess að halda atvinnulífinu gangandi eins og hægt er. Þegar atvinnuleysi er mikið eins og á þessum tímum þá er rétti tíminn fyrir samfélagið að meta hvaða menntun nýtist samfélaginu til framtíðar. Seðlabankastjóri talaði um að iðnmenntun væri grunnur að áframhaldandi hagvexti á Íslandi, það er mikilvægt að stjórnvöld hlusti á þetta og efli iðnmenntun strax.

Það er ekki einfalt mál að finna leiðir við þessar aðstæður sem allir eru sáttir við. Í því góðæri sem við höfum haft á undanförum árum hafa mörg fyrirtæki verið að greiða eigendum sínum góðan arð og atvinnulífið víða blómstrað. Við þessar aðstæður hefur bilið á milli þeirra ríku og þeirra sem minna hafa á milli handanna aukist, sér í lagi eignalega séð. Nú þegar kreppir að verðum við að líta til þess hvernig eigendur fyrirtækja hafa verið að taka út arð á undanförnum árum. Það getur aldrei verið réttlát að nota skatttekjur ríkisins, fé almennings til aðstoðar fyrirtækjum sem hafa verið að greiða sér háar arðgreiðslur í góðærinu án þess að eigendur fyrirtækjanna ætli einnig að koma með hluta af því féi aftur inn í fyrirtækin.

Það er sjálfsagt að hjálpa fyrirtækjum sem þess þurfa og hafa verið að standa sig að lifa. Það er brýnt að ná atvinnulífinu fljótt og vel af stað aftur, þegar þessi faraldur er gengin yfir. En það á líka vera krafa til þeirra sem hafa á undanförnum árum verið að greiða sér háar arðgreiðslur komi með pening inn í fyrirtækin á tímum sem þessum. Kerfið okkar má ekki vera þannig að við einkavæðum alltaf gróðann og þjóðnýtum svo tapið.

Launafólk stöndum saman og byggjum upp réttlátt þjóðfélag fyrir alla.

Til hamingju með daginn.

Guðm. Helgi formaður VM