17.4.2020

Föstudagspistill formanns 17.04.2020

Þó svo að samfélagið sé í ákveðnum hægagangi þá erum við hjá VM að ýta á eftir þeim málum sem er í gangi, enn á eftir að ganga frá kjarasamningum fyrir allt of mikið af félagsmönnum okkar, nokkrar viðræður eru komnar mjög langt en reka þarf endapunktinn á þá samninga sem allra fyrst.

Nokkuð mikið púður fer í það að funda með aðilum vinnumarkaðarins vegna Covid faraldursins, nokkuð er um brot á vinnumarkaði vegna þeirra úrræða sem hafa verið kynnt. Þetta eru óþolandi vinnubrögð og það er á hreinu að stéttarfélögin þurfa að vera á tánum til þess að hjálpa sínum félagsmönnum.   

Vel gengur að semja um vinnutímastyttingu á fjölmörgum stöðum. Og enn er verið að vinna að vinnutímastyttingum á mörgum öðrum stöðum, við hvetjum okkar félagsmenn til að hafa samband við okkur á skrifstofu VM ef eitthvað er óljóst í huga þeirra.

Ég hvet alla til að fara áfram eftir ráðleggingum Ölmu, Þórólfs og Víðis. Ég trúi því að því betur sem við hlustum því fyrr komumst við út úr þessu ástandi.

Ég óska ykkur góðrar helgi.

Guðm. Helgi formaður VM.