7.2.2020

Föstudagspistill formanns 7 febrúar 2020.

Í vikunni sem núna er á enda var margt á könnu VM. Formenn félaganna sem eiga kjarasamninga við Ísal funduðu í upphafi vikunnar og svo virðist sem samninganefnd fyrirtækisins sé enn umboðslaus. Verið er að teikna upp næstu skref í deilunni til þess að þrýsta á um samning. Félagsmenn VM í Ísal hafa verið samningslausir í rúma 8 mánuði og þolinmæði eftir nýjum samning er búin.

Á þriðjudag fór ég fyrir efnahags- og skattanefnd alþingis ásamt öðrum fulltrúum sjómanna þar sem við mótmæltum fyrirhuguðum lagabreytingum á stimpilgjöldum skipa. Því miður er ég ekki bjartsýnn að við náum að snúa ríkisstjórninni í þessu vonda máli, þetta snýst um starfsöryggi íslenskra sjómanna en því miður virðist svo sem hugsað sé meira um hag útgerðafyrirtækjanna heldur en sjómanna á Alþingi.     

Úrskurðarnefnd um fiskverð fundaði í vikunni. Ákveðið var að hækka slægðan þorsk um 2%, en lækka óslægðan fisk um 2%. Annað fiskverð helst óbreytt.

Iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða hittust í vikunni til þess að fara yfir breytingar á kjarasamning sem taka gildi 1. apríl 2020. Mestu breytingarnar eru á vinnutíma og yfirvinnuálagi auk þess sem launahækkun kemur til félagsmanna félaganna á almennum markaði. Bryetingarnar eru miklar en félögin ætla að gera sitt til þess að kynna þetta sameiginlega fyrir sínum félagsmönnum á næstu vikum og mánuðum.

Fundað var vegna stofnanasamnings VM og Hafrannsóknarstofnunnar. Það var fínn fundur þó að samningaviðræður þar gangi hægt.

Félagsfundur VM var haldinn í vikunni þar sem uppstillinganefnd VM skilaði af sér tillögum til stjórnarkjörs. 19 eru í framboði til stjórnar en kosið verður fyrir aðalfund í lok mars. Það er ánægkulegt að sjá hversu margir hafa áhuga á því að sitja í stjórn félagsins,  

 Í vikunni var greitt út úr sjóðum félagsins í janúar voru alls greiddir 235 styrkir út úr sjúkrasjóði VM og þar af voru 35 félagsmenn á sjúkradagpeningum. Í Janúar voru greiddar rúmar 17 milljónir í sjúkradagpeninga frá félaginu vegna veikinda sjóðsfélaga, maka sjóðsfélaga eða annars sem kom upp á í lífi fólks. Heildarupphæð styrkja úr sjúkrasjóðnum voru rétt rúmlega 24 milljónir í janúar. Ég vil minna alla félagsmenn VM að kynna sér reglur sjóðsins. Þetta er sjóðurinn ykkar sem á að hjálpa ykkur þegar áföll verða í lífinu.  

Einnig var greitt úr fræðslusjóð VM alls voru greiddir 40 styrkir úr fræðslusjóði í janúar og fengu félagsmenn styrki þar fyrir rétt tæpar 3 milljónir.

Ég óska félagsmönnum VM góðrar helgi.

Guðmundur Helgi formaður VM.