21.2.2020

Föstudaggspistill 21.2.2020

Enn ein vikan er að enda á skrifstofu VM. Það verður að segjast eins og er að á skrifstofu félagsins er mjög mikið um að vera núna. Kjaramál og vinnutímastytting á almennum vinnumarkaði eru þar stærstu atriðin.

Stærsta einstaka mál félagsins í vukunni var kjaradeila félagsins við Ísal, VM hefur komið því til skila að það sé algjörlega óttækt að kjarabótum starfsmanna sé spyrt saman við orkukaup álversins.  Félagið styður sína félagsmenn í því sem þeir vilja í framhaldinu, en ljóst er að tóninn er harður.

Þau félög sem eiga félagsmenn í Íslal funduðu með Iðnaðarráðherra í vikunni sem fékk fjármálaráðherra með sér á fundinn til þess að tjá þeim hver afstaða starfsmanna væru í álverinu í Hafnarfirði, einnig fengum við fund með forsætisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar vegna sama máls.

Fundað var vegna félagsmanna okkar hjá Landhelgissæslunni og Faxaflóahöfnum í vikunni. Það er ágætis skriður á málum í Faxaflóahöfnum og fer vonandi bráðlega að sjást fyrir endann á þeirri deilu.

Ég var kallaður inn á miðstjórnarfund ASÍ í vikunni, auk þess sem stjórnarfundur VM var í gær fimmtudag. Það er alltaf gagnlegt að hitta bæði fólk innan verkalýðshreyfingarinnar og félagsins til þess að sjá hvað betur má fara, hvað við erum að gera vel og hvað aðrir eru að gera vel.

Kjörnefnd VM tók til starfa í vikunni enda líður að kosningum til stjórnar, það er gott að sjá þann breiða hóp sem bíður sig fram til forrystu í félaginu í þetta skiptið, bæði reynsluboltar og nýliðar. Aðalfundur er í næsta mánuði eða 27. mars og er skipulagning við hann á fullu þessa dagana. Ég hvet félagsmenn VM til að taka þann dag frá.

Guðmundur Helgi formaður VM.