25.10.2019

Föstudagspistill 25.10.2019

Það er ekki hægt að segja annað en að vikan á skrifstofu VM hafi verið viðburðarrík. Vikan hófst á fundi samráðshóps ASÍ og SA um lífeyrismál.

Kosning hófst vegna kjarasamnings vélstjóra á kaupskipum sem skrifað var undir í síðustu viku og stendur til 7. nóvember. við náðum að hitta áhafnir Goðafoss, Lagafoss og Helgafells til þess að kynna samninginn og í næstu viku ætlum við að hitta áhafnir Arnafells og Selfoss. Það er að mínu mati nauðsynlegt að kynna kjarasamning vel fyrir þeim sem starfa eftir þeim, svo félagsmenn VM geti tekið upplýsta afstöðu til samninganna, enda þurfa þeir að vinna eftir þeim.  

Skrifað var undir kjarasamning við HS orku í dag föstudaginn 25. október, kynning fór fram samdægurs og einnig kosning um samninginn. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Einnig var fundað með Landsvirkjun tvisvar í vikunni, vonandi fara mál að þokast þar áfram. Ljóst er að félagsmenn VM eru orðnir óþreyjufullir um að klára kjarasamning.

Stjórn VM fundaði í vikunni, það var góður og kraftmikill fundur. Þar sem veigamestu mál fundarins voru húsnæðismál félagsins og kjaramál.

Ég óska félagsmönnum VM góðrar helgi. 

Guðmundur Helgi formaður VM