2024
1. maí – Sterk hreyfing – sterkt samfélag
Fréttir

1. maí – Sterk hreyfing – sterkt samfélag

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur 1. maí, venju samkvæmt. ASÍ hefur opnað vefinn 1mai.is þar sem finna má stutt og skemmtilegt myndbönd, með leikarann Aron Mola í aðalhlutverki, um sigra verkalýðshreyfingarinnar í gegn um tíðina. 

Slagorð dagsins að þessu sinni er Sterk hreyfing – sterkt samfélag.

Félagsfólk um allt land er hvatt til að taka þátt í hátíðarhöldunum.

 

Dagskráin í Reykjavík verður sem hér segir:

13:00 Safnast saman á Skólavörðuholti

13:30 Kröfugangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á Ingólfstorg.

14:00 Útifundur hefst.

  • Fundarstjóri er Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar.
  • Ræðu flytja einnig Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Þórainn Eyfjörð, formaður Sameykis.
  • Bríet og Úlfur Úlfur munu taka lagið og í lok fundarins syngur fundarfólk og tónlistarfólk.