1.5.2019

1 maí!

Til hamingju með daginn öll.

Í dag er 1. maí alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Það eru 130 ár síða var ákveðið að gera 1. maí að baráttudegi 
launafólks.

Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á 1. maí gengin 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur síðan 1966.

Með samstöðu og baráttu hefur launafólki tekist að bæta kjör sín og réttindi. Við höfum unnið stærstu sigrana þegar okkur hefur tekist að halda samstöðuna. Ég vil hvetja alla til þess að mæta í kröfugönguna í dag og sýna það í verki að við ætlum að halda áfram að standa saman.

Þá vil ég minna á VM félaga á að VM býður upp á kaffi að útifundi loknum í Gullhömrum Grafarholti, frá kl. 15:00 -17:00