
föstudagur, 29. desember 2017
Áramótakveðja
Óska félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Óska félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Ég óska félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Oftar og oftar sækir á mig sú tilfinning að á Íslandi sé mjög alvarleg pólitísk spilling, spilling sem stýrt er af eignaröflunum í landinu. Lengi hallaðist ég að því að pólitískt getuleysi væri þess valdandi að lítið eða ekkert er tekið á því sem snýr að svindli og lögbrotum.
Ábyrg og málefnaleg gagnrýni er af hinu góða og þróar og þroskar alla umræðu og stefnumótun. Til að það gerist þarf hún að vera málefnaleg og lausnamiðuð. Að mínu mati fá mörg stór málefni mikinn tíma í fjölmiðlum og spjallþáttum án þess að kallað sé eftir því hjá þeim sem eru í viðtölum hvernig þeir vilji leysa málin eða hvernig þeir vilji setja þau í aðra útfærslu.
Síðasti pistill minn var undir yfirskriftinni “Engin framtíðarsýn til að byggja á„ Ekki hefur ástandið batnað núna við fráfall ríkisstjórnarinnar, segi ég, þó ég hafi ekki verið mikill aðdáandi hennar.
Að vanda er mikið í gangi á vettvangi VM og stefnan er að vinna í innri málum félagsins meðan friður er á vinnumarkaðinum. Kjaradeila vélstjóra á fiskiskipum sem lauk með kjarasamningi, er ferli sem við þurfum að læra af fyrir næstu kjarasamningagerð.
Það er full ástæða til að benda ungu fólki, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eftir nám, á mikilvægi fag- og stéttarfélaga.Skipulag verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki þróast í takt við þær hröðu breytingar sem hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði síðustu áratugi.
Kjarasamningur vélstjóra á fiskiskipum var samþykktur með afgerandi meirihluta og góðri þátttöku.Það sem er mér efst í huga nú er að þetta er góð niðurstaða og fyrsta skrefið inn í mikla og krefjandi vinnu á samningstímanum.
Niðurstaða könnunar VM, hjá vélstjórum á fiskiskipum, um þau áhersluatriði sem vélstjórum þykir þurfa að koma inn í nýjan kjarasamning liggur fyrir. Í könnuninni komu einnig fram ýmis atriði, sem við höfum haldið fram við okkar viðsemjendur, um hvað laga þarf í starfsumhverfi vélstjóra á fiskiskipum.